Ívar Gunnarsson bjó í Kópavogi, en flutti til Keflavíkur fyrir 5-6 árum. Eftir að hafa ítrekað fengið spurninguna „Hvernig er að hafa flutt af höfuðborgarsvæðinu til Keflavíkur,“ og hugsað í hvert sinn að gott væri að vera með efni til að vísa fólki í, svo hann þyrfti ekki að fara með sömu rulluna ítrekað, ákvað hann að gera eitthvað.
Niðurstaðan varð myndbandið hér fyrir neðan þar sem Ívar fræðir áhorfandnn um Keflavík, „How do u like Keflavík?
Sem dæmi má nefna að ein spurningin er „Er ekki alltaf hávaðarok þarna?“
Hann skýtur líka pínu á höfuðborgarbúa og bendir á þá „staðreynd“ að Reykjanesbrautin virðist lengri í aðra áttina, það er til Reykjanesbæjar þar sem fáir komi í heimsókn suðureftir. Hins vegar finnst honum lítið mál að keyra til vinnu alla daga í Garðabæ.