Tímamót í lífinu fá okkur gjarnan til að breyta um takt, taka upp nýja siði og endurskoða lífsgöngu okkar. Kristborg Bóel Steindórsdóttir stendur á slíkum stað um þessar mundir, þar sem hún gaf nýverið út sína fyrstu bók Tvöhundruð sextíu og einn dagur.
Bókina skrifaði hún á leið sinni til andlegrar og félagslegrar heilsu eftir hremmningar í einkalífi, skilnað og niðurbrot. Margir hafa orðið til þess að þakka Kristborgu Bóel opninberlega fyrir að opna umræðuna um erfiðleikana sem sem fólk upplifir í tengslum við skilnað.
Kristborg Bóel verður gestur Hannesarholts laugardaginn 25. ágúst næstkomandi kl.17, þar sem hún deilir með gestum hugrenningum sínum á þessum tímamótum.
Kristborg Bóel les upp úr bók sinni, segir frá ferðalaginu til betri heilsu og horfir til framtíðar. Umræður og fyrirspurnir velkomnar.