Sportlíf býður upp á nýjar og spennandi próteinvörur
Margir kannast við sálarstríðið sem fylgir því þegar hvolfist yfir mann löngun í ís eða annað góðgæti á sama tíma og maður er að reyna að taka sig á í mataræðinu, léttast og komast í betra form. Núna er hægt að fá sér afskaplega ljúffengan prótein-ís sem inniheldur aðeins 240 hitaeiningar skammturinn og er stútfullur af hágæða mysupróteini.
Verslunin Sportlíf í Glæsibæ býður upp á mikið úrval af fæðubótarefnum á betra verði. Sportlíf er meðal annars umboðsaðili fyrir SciTec Nutrition. Prótein-ísinn meinholli er frá SciTec Nutrition og er tilvalinn fyrir þá sem elska ís og vilja gera vel við sig án þess að spilla mataræðinu. Ísinn er útbúinn með eftirfarandi hætti:
Einni matskeiðarfylli af duftinu er blandað út í 250 ml af vatni, hrist saman í hristibrúsa, þeytt saman í skál eða sett í blandara. Síðan er þetta sett í frystihólf og er tilbúið til neyslu eftir 1,5 til 3 tíma í frystingu.
Ljúffengur prótein-búðingur frá SciTec Nutrition er til í tveimur bragðtegundum. Búðingurinn er kolvetnasnauður og inniheldur aðeins 1,7 g af kolvetnum í hverjum skammti. Hann er stútfullur af hægmeltandi próteinum sem er sérstaklega hollt að innbyrða fyrir svefninn því þá eru vöðvarnir að fá prótein alla nóttina. Hann er jafnframt sykurlaus og afar hitaeiningasnauður.
Duftinu er einfaldlega blandað út í vatn og búðingurinn síðan snæddur með skeið.
Þriðja gómsæta nýjungin sem Sportlíf kynnir í prótein-réttunum eru prótein-pönnukökur frá SciTec Nutrition. Þær innihalda afar mikið af próteinum og henta vel þeim sem eru að æfa íþróttir og byggja upp vöðva. Einni matskeið af duftinu er blandað saman við fitulitla mjólk, þessu er smellt á pönnu og útkoman er ótrúlega bragðgóðar pönnukökur á augabragði.
Sem fyrr segir er Sportlíf til húsa í Glæsibæ. Ítarlegar upplýsingar um vöruúrvalið og vefverslun er að finna á heimasíðunni sportlif.is.
Myndband hér að neðan sýnir hvernig prótein-ísinn er búinn til: