Grindvíkingurinn Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 14 ára ætlar að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn næstkomandi til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.
Ömmusystir Rebekku, Kristín Guðmundsdóttir lést 2. ágúst síðastliðinn eftir áralanga baráttu við krabbamein. Kristín greindist fyrst með krabbamein fyrir 23 árum og stóð í baráttu við krabbameinið með hléum í öll þessi ár. Kristín barðist hetjulega og með jákvæðnina að vopni í veikindunum og hafði það mikil áhrif á samfélagið í Grindavík. Hún stofnaði félagið Birtuna ásamt Sveini Árnassyni sem er stuðningsfélag krabbameinssjúkra í Grindavík. Kristín lætur eftir sig 2 syni, tengdadóttur og 2 barnabörn.
Kristín var Rebekku Rut og fjölskyldu hennar mjög kær og var Rebekku Rut og systkinum hennar eins og þeirra þriðja amma. Vildi Rebekka Rut því styrkja Krabbameinsfélagið í minningu frænku sinnar.
Kristín verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 16. ágúst næstkomandi og hefur verið stofnaður reikningur til stuðnings sonum hennar.
Hægt er að styrkja Rebekku Rut og Krabbameinsfélagið í maraþoninu hér.
Við hvetjum þá sem stutt geta syni Kristínar að gera það.
Söfnunarreikningur er: 0143-05-10051, kt. 260291-2119.