Liverpool á Englandi er talið ætlar að losa sig við varnarmanninn Ragnar Klavan á næstu tveimur vikum.
Eistnenski varnarmaðurinn er ekki inni í myndinni hjá Jurgen Klopp, stjóra Liverpool en hann á aðeins eitt ár eftir af sínum samningi.
Þessi 32 ára gamli leikmaður var orðaður við Newcastle en mun ekki fara þangað þar sem lið í úrvalsdeildinni mega ekki kaupa.
Klavan gekk í raðir Liverpool frá Augsburg fyrir tveimur árum og hefur spilað 53 leiki fyrir liðið síðan þá.
Dejan Lovren, Virgil van Dijk, Joel Matip og Joe Gomez eru þó allir á undan Klavan í goggunarröðinni á Anfield.