Á þessum árum voru galdramál í algleymingi og brennuöld að hefjast en árið áður höfðu þrír menn verið brenndir á Trékyllisvík.
Jón þumlungur kenndi feðgunum Jóni Jónsyni eldri og yngri á bænum Kirkjubóli um hrakfarir sínar og krafðist þess að þeir myndu svara fyrir sakirnar á bálkestinum. Játuðu þeir fyrir Þorleifi Kortssyni sýslumanni og voru brenndir árið 1656.
Þegar krankleikar Jóns minnkuðu ekki sakaði hann Þuríði, systur Jóns yngri á Kirkjubóli, en hún var sýknuð af göldrum. Ásakanir gengu á milli þeirra og ritaði Jón Píslarsögu sína um þessa eldraun.
21 Íslendingur var brenndur fyrir galdra á árunum 1625 til 1683. Ólíkt galdramálum í Evrópu voru hér aðallega karlmenn brenndir, aðeins ein kona var brennd.