Guðný María Arnþórsdóttir söngkona hefur slegið í gegn undanfarið á tónlistarsviðinu, en lög hennar hafa notið vinsælda á YouTube. Vinsælasta lag hennar þar til þessa er lagið Okkar okkar páska, en þegar þetta er skrifað hafa um 74 þúsund horft á myndbandið.
Og næst á dagskrá hjá Guðnýju Maríu er heimildarmynd, en það er Frosti Jón Runólfsson sem vinnur að henni, en hann er núna að lesa ævisögu Guðnýjar Maríu, Sinderella úr sveitinni.
„Þetta er hann Frosti Jón, sem er að fara að gera heimildamynd um hana Guðnýju Maríu þína. En þetta tónlistarbrölt í mér er líklega einsdæmi, já, að einhver kona hérlendis troði upp með eigið efni einsömul í fyrsta sinn eftir 25 ára aldur. Og fái svona geggjað góð viðbrögð í samfélaginu, já, í veröldinni ! Þú ert svo mikið æði. Hér held ég á handriti af lífssögu minni, sem er ennþá í smíðum hjá mér. Hún heitir „Sinderella úr sveitinni.“ Þar legg ég öll spil á borðið, enda sakamálasaga, og þá gildir barasta „the true and nothing but the true“ eins og ég upplifði raunveruleikann hverju sinni. Eitthvað mun hann vinna úr henni , fylgjast með mér að störfum í tónlistinn og fara með mér í gigg. Er þetta ekki algerlega truflað kid.“