Manchester United 2-1 Leicester City
1-0 Paul Pogba(víti, 3′)
2-0 Luke Shaw(82′)
2-1 Jamie Vardy(92′)
Manchester United byrjar tímabilið á Englandi afar vel en liðið mætti Leicester City á Old Trafford í kvöld.
Ballið byrjaði strax í upphafi leiks er United fékk vítaspyrnu eftir að Daniel Amartey hafði fengið boltann í hönd innan teigs.
Á punktinn fór heimsmeistarinn Paul Pogba og skoraði hann af miklu öryggi framhjá Kasper Schmeichel.
Staðan var 1-0 þar til á 82. mínútu leiksins er bakvörðurinn Luke Shaw skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki.
Markavélin Jamie Vardy minnkaði muninn fyrir Leicester í uppbótartíma en lengra komust gestirnir ekki og lokastaðan 2-1.