fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Jóhann les Harry Potter hljóðbækur á íslensku

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 11. ágúst 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í haust munu koma út fyrstu hljóðbækurnar í bókaflokknum um drenginn sem lifði, Harry Potter, eftir J.K. Rowling á íslensku. Þetta er í fyrsta sinn sem bækurnar eru lesnar og gefnar út sem hljóðbækur á íslensku. Storytel vinnur náið með Pottermore útgáfunni að framleiðslu bókanna og verða þær í boði fyrir áskrifendur þjónustunnar á Íslandi.

Stefnt er að því að gefa hverja af bókunum sjö út með mánaðar millibili. Bókaflokkurinn er nú þegar í boði á Storytel á ensku í flutningi Stephen Fry, en íslensku útgáfurnar verða ánægjuleg og tímabær viðbót.

Það er enginn annar en stórleikarinn Jóhann Sigurðarson sem glæðir sögurnar lífi en hann var valinn úr fjölda íslenskra radda af Pottermore úgáfunni. „Ég er afar þakklátur fyrir að hafa verið valinn til að lesa þennan glæsilega og ævintýralega sagnabálk“ segir Jóhann Sigurðarson.

„Jóhann Sigurðarson er fullkominn í þessu hlutverki, rödd hans er töfrum líkust og hann ljær sögunni sannkallaðan ævintýrablæ “ segir Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi og bætir við að hlustendur eigi von á góðu.

Höfundur bókanna er, sem fyrr segir, breski rithöfundurinn J.K. Rowling. Bækurnar hafa verið þýddar á 80 tungumál og hafa selst í yfir 500 milljónum eintaka á heimsvísu, sem gerir þær að einhverjum vinsælustu bókum sögunnar. Fyrsta bókin, Harry Potter og viskusteinninn, kom fyrst út í Bretlandi 1997 en bókin kom svo út á íslensku hjá Bjarti árið 1999 og hafa bækurnar notið mikilla vinsælda á Íslandi sem annars staðar. Þýðandi er Helga Haraldsdóttir en vísur bókanna voru þýddar af Guðna Kolbeinssyni, Jóni Halli Stefánssyni og Frank Hall.

 

Áskriftarveitan Storytel opnaði á Íslandi 20. febrúar síðastliðinn. Áskrifendur þjónustunnar eru komnir yfir 7.000 og fer ört vaxandi. Storytel hefur framleitt og gefið út um 100 íslenskar hljóðbækur frá opnun og er fjöldi íslenskra titla kominn á fimmta hundrað en auk þeirra eru yfir 40.000 enskar hljóðbækur og rafbækur í boði.

Pottermore útgáfan gefur út Harry Potter og Fantastic Beast seríurnar sem og aðrar hljóðbækur og rafbækur frá Wizarding World™. Markmiðið er að leiða nýstárlega þróun í stafrænni útgáfu og leiða saman aðdáendur til lengri tíma og nýjar kynslóðir lesenda sem munu halda upp á og gæða lífi sögurnar sem hófust fyrst með drengnum sem lifði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögreglan varar við svindli – „Ekki falla í þessa gryfju“

Lögreglan varar við svindli – „Ekki falla í þessa gryfju“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher botnaði ekkert í þessu er hann horfði á úrslitaleikinn

Carragher botnaði ekkert í þessu er hann horfði á úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Elvar segir fréttamenn forðast að ræða við Chris – Greinir frá uppákomu á dögunum eftir að slökkt hafði verið á myndavélinni

Elvar segir fréttamenn forðast að ræða við Chris – Greinir frá uppákomu á dögunum eftir að slökkt hafði verið á myndavélinni