Nostalgía níunda áratugarins svífur yfir sölupósti Agnar Áskelssonar í Brask og brall (allt leyfilegt) á Facebook.
Þar auglýsir hann menningarverðmæti og safngrip sem er á leið á haugana að sögn. Gripurinn er að því er ætla mætti leikjatölva sem vinsæl var á níunda áratugnum og réttilega safngripur. Hinsvegar þegar að er gáð er einungis um kassann undir gripnum að ræða, frauðplastið fylgir hins vegar með.
Ekki fer sögum af því hvort að varan sé seld, en það má þá bara senda Agnari tilboð.