fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FréttirLeiðari

Hálfkveðið hommahatur

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 11. ágúst 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleðigangan hefur verið haldin í Reykjavík síðan árið 2000 og tugþúsundir taka þátt. Sambærilegar göngur hafa einnig sprottið upp víðs vegar um land. Samkynhneigðir, tvíkynhneigðir, transfólk, intersexfólk og fleiri hópar fær sífellt meiri réttindi og viðurkenningu í samfélaginu sem er algerlega frábært.

Þetta hefur gerst mjög hratt. Að vera samkynhneigður var það sama og að vera pervert fyrir ekki svo löngu. Óþvingaðar ástir fullveðja fólks voru eitt sinn glæpur og árið 1924 var Guðmundur Hofdal dæmdur til fangelsisvistar fyrir „samræði gegn náttúrulegu eðli.“

Íslenskt þjóðfélag er á fullri ferð í rétta átt í þessum efnum og þetta sést best hjá unga fólkinu okkar sem kemur fyrr út úr skápnum en fólk gerði áður fyrr og það er óhræddara við að ræða um sína kynhneigð. Flestum er í raun og veru sama um hverrar kynhneigðar þessi eða hinn er og það er hið eðlilega ástand.

En í þessari hraðferð okkar eru alltaf einhverjir sem missa af vagninum og sitja eftir. Allt tal um samkynhneigð og sérstaklega Gleðigönguna, þegar Reykjavík er böðuð hýrum regnbogalitum, ergir. Þá sitja þeir í grámyglunni og bölva.

„HVAÐ KOSTAR ÖLL SÚ MÁLNING?“ skrifar Jón Valur Jensson, guðfræðingur og frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni um regnbogamálningu Hinsegindaga. „HVERJIR BORGA? HVERJUM kemur þetta yfirhöfuð að GAGNI.“ Eins og við vitum öll þá eru skrifaðir hástafir ígildi öskurs. Í sama pistli baunar hann á það að Samtökin ’78 fái að kenna börnum hinseginfræði. „OG HVERJIR BORGA ÞETTA? VIÐ, gagnkynhneigðir foreldrar!!!“

Gústaf Níelsson sagnfræðingur, sem einnig var á mála hjá þjóðfylkingunni, talar á svipuðum nótum á Facebook. Birtir hann mynd úr mótmælum gegn Trump þar sem fólk er skrautlega klætt og spyr: „Er þessi mannskapur að fara að ganga um Reykjavík um helgina? Það er gott að vera í smábæ á Spáni. Við lifum sérstaka tíma svo ekki sé meira sagt.“ Uppsker hann kátínu og klapp frá vinum sínum sem einnig misstu af vagninum.

Gylfi Ægisson lætur ekki sitt eftir liggja og birtir háðsmyndir af gleðigöngufólki en hann er reynslubolti í að bauna á Gleðigönguna og hinsegin fólk í hálfkveðnum vísum.

Á að vorkenna eða hlæja að fólkinu sem sat eftir? Fólkinu sem þorir ekki að koma út úr sínum skáp og segja einfaldlega: „Ég hata samkynhneigða“. Þess í stað notar það krókaleiðir og segir setningar sem byrja á „Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum en …“ Hatrið skín í gegn og er öllum augljóst en þessar hálfkveðnu vísur gefa til kynna að það viti innst inni að skoðanir þeirra séu gamaldags og úreltar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“