Fyrsta stiklan er lent fyrir nýjustu heimildarmynd kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore, en þar er Donald Trump Bandaríkjaforseti settur undir smásjánna og tekinn harðlega fyrir.
Myndin ber heitið Fahrenheit 11/9 og er það vísun í verðlaunamynd Moore frá 2004 og dagsetninguna 9. nóvember þegar tilkynnt var að Trump yrði forseti Bandaríkjanna.
Nýja mynd Moore verður uppsett með svipuðum hætti og Fahrenheit 9/11, en þar fjallaði Moore með eftirminnilegum hætti um George Bush yngri og stríð Bandaríkjanna gegn Írak. Sú mynd var á sínum tíma tekjuhæsta heimildarmynd sögunnar og, eins og sjá má í neðangreindri stiklu, telur Moore daga Trump vera talda og leynir ekki heift sína.
„Dömur mínar og herrar, síðasti forseti Bandaríkjanna“
Stikla myndarinnar var afhjúpuð á Twitter-síðu Huffington Post fyrr í dag.
Here’s the exclusive trailer for Michael Moore’s (@MMFlint) newest documentary „Fahrenheit 11/9.“ It’s in theaters Sept. 21. pic.twitter.com/eHLPy1J9o4
— HuffPost (@HuffPost) August 9, 2018
Fahrenheit 11/9 verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í September. Ekki er enn vitað hvort myndin verði sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum.