fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

120 milljóna króna hús lagt í rúst á Kjalarnesi og kveikt í bílnum: Guðbjartur í áfalli – „Þetta er búið að eyðileggja allt mitt líf“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að dagurinn 17. júní í fyrrasumar hafi reynst Guðbjarti Hólm Ólafssyni örlagaríkur, en þá var sveitabær í hans eigu á Kjalarnesinu lagður í rúst ásamt flestu sem á lóðinni stóð.

Húsið var á sölu og verðlagt á 120 milljónir króna þegar atvikið átti sér stað og nam tjónið um tólf til fimmtán milljónum með öllu innbúi að sögn Guðbjarts. Í kostnaðarútreikningum er aftur á móti ekki gert ráð fyrir með viðgerðum á raflögnum og tjóninu á bifreiðum á svæðinu.

„Ég fékk þetta hús í arf þegar pabbi minn dó árið 2014,“ segir hann. „Það var hann sem keypti þetta og byggði þetta upp, nánast frá grunni. Mér finnst rosalega sárt að einhver skuli níðast á eigum látins manns.“

Samkvæmt Guðjbarti hefur verknaðurinn trúlega tekið margar klukkustundir miðað við umfang innbrotsins. „Þetta voru eins og náttúruhamfarir. Hreinlega ógeðslegt,“ segir hann og útilokar ekki að skemmdarvargurinn hafi verið haldinn öfundsýki, því allt hafi verið lagt í rúst, en engu stolið.

Lítil viðbrögð frá lögreglu

„Ljósið í loftinu, ljósaperurnar, eldhúsinnréttingin, allir skápar, hurðirnar, blöndunartæki, eldhúskraninn, allar myndir, öll herbergi, öll glös, allt brotið, allt í rúst,“ segir Guðbjartur. „Þetta er búið að eyðileggja allt mitt líf,“ bætir hann við.

„Þetta eyðilagði sambandið milli mín og barnsmóður minnar auk þess að fara illa með vinskapinn á milli mín og félaga minna. Ástæðan er sú að þetta fór svo illa með mig og ég veit ekki hverjir standa á bak við þetta. Fólk getur verið vinir manns en síðan orðið hið andstyggilegasta þegar maður snýr við því bakinu.“

Guðbjartur segist hafa ekki fengið mikil viðbrögð frá lögreglu þegar hann tilkynnti þetta á sínum tíma. „Lögreglan vildi ekkert gera, mér var bent á að fá mér lögfræðing en það náði aldrei lengra,“ segir hann.

„Svo var mér sagt að fólk færi ekki í fangelsi fyrir svona tjón, heldur aðallega líkamsárásir, fíkniefnamál, fjárhagssvik eða þess háttar. Ég er í rauninni ennþá reiðari yfir Ford Econoline-bílnum sem var eyðilagður þarna fyrir utan og kveikt í.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir