fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Slettist upp á vinskapinn

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 13. ágúst 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slest hefur upp á vinskap indversku söngkonunnar Leoncie og rapparans Ella grill, forsprakka hljómsveitarinnar Shades of Reykjavik. Þau fluttu saman lagið „Enginn þríkantur hér“ árið 2015.

Leoncie er ósátt við að Elli og Shades of Reykjavík hafi eignað sér lagið og dreift því á Youtube og víðar, hún og eiginmaður hennar eigi höfundarréttinn að laginu.

Lagið „Enginn þríkantur hér“ er lag sem Leoncie gaf út árið 2008 og flutti í breyttum búningi með Ella árið 2015. Fékk sú útgáfa mikla hlustun og athygli en Leoncie segist ekki hafa fengið neinar greiðslur fyrir.

„Þjófnaður um hábjartan dag,“ segir Leoncie í Facebook-færslu 8. ágúst síðastliðinn. Þá kallar hún rapphljómsveitina „hæfileikalausa“ og „vesalinga“ og sjálfa sig „indverska snillinginn Leoncie.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin