fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: Átti 56 eiginkonur og þráði gröfina

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spámaðurinn Joseph Smith er þekktasti mormóni sögunnar enda stofnaði hann kirkjuna í New York-fylki árið 1830. Annar spámaður, Brigham Young, er ekki síður mikilvægur því að hann mótaði söfnuðinn, fann honum  fótfestu í Utah og fór í stríð við Bandaríkjastjórn til að verja hann.

Á þessum tíma var fjölkvæni grundvöllur að fjölskylduskipulagi mormóna enda predikaði Joseph Smith að það væri guðdómlegt. En hjónabandið hafði ekki sömu merkingu og hjá flestum öðrum. Mormónakarlmenn kvæntust ekki konum heldur „innsigluðu“ þær, sumar „til eilífðar“ en aðrar tímabundið.

Talið er að Smith hafi átt um 40 eiginkonur en Young sló honum við og innsiglaði 55 konur, flestar til eilífðar. 21 hafði aldrei verið gift áður, 16 voru ekkjur, 6 voru fráskildar, 6 áttu eiginmenn fyrir en óvitað er með stöðu 6 þeirra. Hann eignaðist þó „aðeins“ 56 börn og „aðeins“ með 16 af þeim. Young virtist þó hafa litið á fjölkvænið sem böl og þegar hann heyrði fyrst af boðorðinu sagði hann: „Það var í fyrsta sinn sem ég þráði að komast í gröfina.“

Eiginkonunum kom ekki alltaf vel saman, sérstaklega eftir að Amelia Folsom kom til sögunnar árið 1863. Hún var sú fimmtugasta í röðinni og var í mestu uppáhaldi hjá Young. Hann var þá 61 árs gamall en hún 24 ára.

Young bjó ekki með þeim öllum en til að halda utan um fjölskylduna byggði hann risavaxið raðhús árið 1856 sem kallast Ljónahúsið. Í dag er þar safn og veitingastaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024