fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

„Kæri fáviti: Af hverju ertu svona hræddur við útlendinga?“

– Hugleikur Dagsson vill knúsa meðlimi Íslensku þjóðfylkingarinnar – „Við getum ekki riðið frændfólki okkar forever“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. september 2016 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Og bara svo þú fattir örugglega hvern ég er að kalla fávita þá er ég að tala við þig, þú sem ert í Þjóðfylkingunni, þú sem ert í Hermönnum Óðins, þú sem mættir á Austurvöll að mótmæla brúnu fólki og gast ekki gubbað uppúr þér heillri brú til að rökstyðja þitt mál þegar fjölmiðlar gáfu sig á tal við þig. Þú sem að felur þig bakvið gardínur og bölvar innflytjendum. Þú ert lítill. Þú ert lítill og hræddur,“ segir Hugleikur Dagsson, listamaður og grínisti, í Facebook-færslu sem hann birti nú í morgun.

Færslan er skrifuð til stuðningsmanna Íslensku þjóðfylkingarinnar og annarra sem vilja takmarka komu innflytjenda hingað til lands og rökstyðja afstöðu sína með tilvísunum í íslenska þjóðmenningu og verndun fullveldis Íslands. Spyr Hugleikur þá sem eru á slíkri skoðun hvers vegna þeir séu svo hræddir við útlendinga.

„Afþví þau borða öðruvísi mat og tala furðulega? Halló, við borðum á aktu taktu og syngjum ó mig langar uppá þig. Við erum ekkert betri. Landamæri eru bara einhver strik sem löngu dauðir kallar drógu í sandinn. Trúarbrögð eru bara ólík ævintýri með sama boðskap. Við erum öll sama fokking apategundin á sömu fokkin moldarkúlunni. Hættum þessu rugli, byggjum geimskip og finnum aðra apa til að leika við. Ég veit ég hljóma eins og einver nýaldarhippi en það er betra en að vera fáviti,“ segir Hugleikur og heldur áfram:

„Ég gæti þóst hissa á því að svona fávitaskapur tíðkist hér á landi en ég er það ekki. Því engin þjóð er betri en önnur. Allar þjóðir, lönd, menningarsvæði og trúarbrögð geta framleitt fávita eins og þig. Fávitaskapur hefur ekkert með landafræði/litarhaft/trúarbrögð að gera en allt með ótta að gera. Ekki vera hræddur. Það er enginn að fara að sprengja okkur eða klæða okkur í burkini. Við erum bara Ísland. Öllum er sama um okkur. Af hverju ekki að hleypa öðrum að? Við getum ekki riðið frændfólki okkar forever.

Og hættu að fela þig bakvið tjáningafrelsi. Bara vegna þess að þú mátt segja það sem þú ert að segja gerir þig ekkert að minni fávita. Fávitar elska tjáningafrelsi. Ég meina kommon, þessi pistill er tjáningarfrelsi. Þannig að ekki kommenta einhver öngstrætisrök um að ég sé að banna þér að vera fáviti. Þú hefur jafn mikinn rétt á að vera fáviti og hef rétt á að kalla þig fávita. Þannig virkar tjáningarfrelsi. Fáviti.

Ég fatta núna að ég er ekki að hjálpa umræðunni með svona aggressívum pistli. Að mæta hatri með heift er í raun frekar fávitalegt af mér. Ég skal hætta. En nennir þú þá líka að hætta? Það er ekki of seint. Húðflúraðu pulsu við hliðina á SS tattúinu þínu. Hlustaðu á pönk og hip hop. Horfðu á Star Trek og lærðu að Klingonar og Vúlkanir geta verið vinir. Í alvöru, þú ert örugglega fínn gaur. Komdu hérna. Knúsaðu mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki
Fréttir
Í gær

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hversu oft má nota bökunarpappír?

Hversu oft má nota bökunarpappír?