fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fréttir

Þorsteinn Pálsson einnig til liðs við Viðreisn

Tveir þungavigtarmenn til liðs við flokkinn – Þorgerður staðfestir framboð

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. september 2016 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur staðfest að hún sé gengin til liðs við Viðreisn eins og DV greindi fyrst frá í gær.

Þetta gerði Þorgerður á Twitter-síðu sinni þar sem hún tilkynnir einnig að Þorsteinn Pálsson sé gengin til liðs við flokkinn.

Í frétt DV á þriðjudag kom fram að Þorgerður muni leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum svonefnda.

Þorgerður sat á Alþingi frá 1999 til 2013 en hún var menntamálaráðherra frá 2003 til 2009. Þá var hún varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005 til 2010.

Þorsteinn var þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins um margra ára skeið. Hann var þingmaður árin 1983 til 1999 og var fjármálaráðherra árin 1985 til 1987, forsætisráðherra árin 1987 til 1988 og dóms- og kirkjumálaráðherra árin 1991 til 1999. Þá var Þorsteinn formaður Sjálfstæðisflokksins árin 1983 til 1991.

Á vef RÚV kemur fram að Þorsteinn muni ekki fara í framboð fyrir Viðreisn. Segist hann hafa tekið þá ákvörðun að styðja við framboðið og þann fjölbreytta hóp sem þar er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Snorri gagnrýnir Samtökin  ’78: „Þrátt fyr­ir það sæt­ir maður­inn nú saka­mál­a­rann­sókn“

Snorri gagnrýnir Samtökin  ’78: „Þrátt fyr­ir það sæt­ir maður­inn nú saka­mál­a­rann­sókn“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Langflest vilja sjá ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun

Langflest vilja sjá ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hvað drífur þessa aðila áfram sem ákveða að byggja með þessum hætti, er það græðgi, er þeim sama um annað fólk?“

„Hvað drífur þessa aðila áfram sem ákveða að byggja með þessum hætti, er það græðgi, er þeim sama um annað fólk?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Titringur í Hafnarfirði vegna Coda Terminal kosningar – Hart tekist á um „eitur“ sem eigi að dæla niður

Titringur í Hafnarfirði vegna Coda Terminal kosningar – Hart tekist á um „eitur“ sem eigi að dæla niður
Fréttir
Í gær

Eru matvöruverslanir að eiga verðsamráð í gegnum fjölmiðla? – Samkeppniseftirlitið varar fyrirtæki við

Eru matvöruverslanir að eiga verðsamráð í gegnum fjölmiðla? – Samkeppniseftirlitið varar fyrirtæki við
Fréttir
Í gær

Nágrannadeilur í Laugardal – Sakaði nágrannann um að reisa hættulega girðingu

Nágrannadeilur í Laugardal – Sakaði nágrannann um að reisa hættulega girðingu
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur allt annað en sáttur: „Annað eins vanhæfi hefur ekki sést“ – „Gjörsamlega grátbroslegt“

Vilhjálmur allt annað en sáttur: „Annað eins vanhæfi hefur ekki sést“ – „Gjörsamlega grátbroslegt“
Fréttir
Í gær

Segir Íslendinga hafa minni áhyggjur af öryggismálum en hinar Norðurlandaþjóðirnar

Segir Íslendinga hafa minni áhyggjur af öryggismálum en hinar Norðurlandaþjóðirnar