Í kvöld kl. 20 verður heimildarmyndin ,,Ég er nefnilega svo aldeilis yfirgengilega magnaður að lifa“ sýnd í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi.
Heimildarmyndina gerði Egill Eðvarðsson árið 1995 um síðustu einkasýningu listamannsins Stefáns frá Möðrudal, Stórval, Stórvals sem hann hélt austur á Vopnafirði með pompi og prakt.
Heimildarmyndin er um 45 mínútur að lengd og er eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.