fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
FókusKynning

Fimm sekúndna reglan er kjaftæði

Ekki mælt með því að borða mat sem hefur dottið í gólfið

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 10. september 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er stundum haldið fram að það sé í góðu lagi að borða mat upp af gólfinu svo lengi sem hann hefur ekki verið þar lengur en í fimm sekúndur. Staðreyndin er samt sú að þetta er bull og vitleysa.

„Við ákváðum að skoða þetta vegna þess hversu oft þessu er haldið fram,“ segir Donald Schaffner, prófessor í matvælafræði, sem ákvað að skoða hvort þessi kenning ætti við rök að styðjast. Niðurstöðurnar voru svo birtar í tímaritinu American Society for Microbiology‘s.

Til að gera langa sögu stutta fór rannsóknin þannig fram að matur var látinn detta á gólfið og hann látinn liggja þar í mislangan tíma. Maturinn sem notast var við var af öllum toga; til dæmis vatnsmelóna, brauð, brauð með smjöri og gúmmíbirnir (nammið). Ákveðið var að notast við mismunandi fleti, til dæmis stál, flísar, parket og teppi sem allir áttu það sameiginlegt að vera mengaðir af salmónellu.

Donald og hans menn endurtóku tilraunina 2.500 sinnum og lá maturinn í gólfinu allt frá einni sekúndu og upp í þrjú hundruð sekúndur. Það er skemmst frá því að segja að maturinn spilltist um leið og hann komst í snertingu við mengaða flötinn, og skipti þá engu hvort ein sekúnda leið eða þrjú hundruð.

Niðurstöðurnar gáfu til kynna að eftir því sem maturinn lá lengur á mengaða fletinum, þeim mun meiri líkur væru á að hann spilltist. „Bakteríurnar komast á milli með raka, þannig að þeim blautari sem maturinn er þeim mun meiri líkur eru á að bakteríurnar komist í hann,“ segir Schaffner. Til marks um það spilltist vatnsmelónan oftast en gúmmíbirnirnir sjaldnast.
„Til að draga niðurstöðurnar saman þá er fimm sekúndna reglan fullmikil einföldun á því hvað gerist þegar baktería kemst í snertingu við mat,“ segir hann og bætir við að ef fólk á annað borð freistast til að borða mat sem setið hefur á gólfinu þá sé best að taka hann upp af teppi en ekki til dæmis flísum eða parketi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi