Í dag hefst EM í frjálsum íþróttum og stendur til sunnudagsins 12. ágústs. Fjórir Íslendingar verða á meðal keppenda á mótinu sem fer fram á Ólympíuleikvangnum í Berlín. Það eru þau Aníta Hinriksdóttir, ÍR sem keppir í 800 metra hlaupi, Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni og Sindri Hrafn Guðmundsson, Breiðabliki, sem keppa í spjótkasti og Guðni Valur Guðnason, ÍR sem keppir kringlukasti.
Fararstjóri er Guðmundur Karlsson og í þjálfara- og í fagteymi eru Einar Vilhjálmsson, Honore Hoedt, John Annerud, Olaf van den Bergh og Pétur Guðmundsson.
Íslensku keppendurnir hefja keppni á morgun, en þá keppa Aníta og Guðni Valur. Sindri Hrafn keppir á miðvikudag og Ásdís á fimmtudag.
Tímaseðill hjá íslensku keppendunum miðað við íslenskan tíma er eftirfarandi:
Aníta hefur keppni í undanrásum í 800 metra hlaupi kl. 9:05 þriðjudaginn 7. ágúst. Undanúrslit fara svo fram kl.17.55 degi síðar og úrslit kl. 19.20 föstudaginn 10. Ágúst.
Guðni Valur keppir í undankeppni í kringlukasti kl. 7.40 eða 9.10, þriðjudaginn 7. ágúst. Úrslitin fara fram kl. 18.20 degi síðar.
Sindri Hrafn keppir í undankeppni í spjótkasti í hádeginu miðvikudaginn 8. ágúst. Keppt verður í tveimur riðlum klukkan 11:00 og 12:25. Úrslitin fara fram 18:22 degi síðar.
Ásdís keppir í undankeppni í spjótkasti rétt fyrir hádegi fimmtudaginn 9. ágúst. Keppt verður í tveimur riðlum, kl. 10.30 og 11.30. Úrslitin fara fram degi síðar kl. 18.25.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins.