fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Bestu kylfingar landsins etja kappi í þágu Barnaspítala Hringsins

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fer fram hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu (shoot-out).

Er þetta í 22. sinn sem mótið er haldið og venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu „Barnaspítala Hringsins“.

Á Barnaspítalanum er veitt sérhæfð, fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri þar sem í allri þjónustu er áhersla lögð á að greina þarfir og auka vellíðan skjólstæðinga.

Mótið er með hefðbundnu sniði, það er klukkan 10 hófu kylfingar 9 holu höggleik og kl. 13 hefst Einvigið sjálft (shoot-out) þar sem einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast að lokum um sigurinn.

Einvígið á Nesinu var fyrst haldið árið 1997 og á þessum tíma hefur Nesklúbburinn komið að því að styrkja félög og samtök sem láta sér hag barna varða um rúmlega tuttugu milljónir króna.

Í ár ætlar Nesklúbburinn fyrir tilstuðlan velunnara að gefa til Barnaspítalans Hringsins 500.000 kr. í þeirra þarfa verkefni. Mótið verður tekið upp og sýnt í sjónvarpi Símans skömmu síðar.

Þátttakendur í einvíginu í ár eru:
Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG – Klúbbmeistari GKG 2018
Björgvin Sigurbergsson, GK – Margfaldur Íslandsmeistari
Björn Óskar Guðjónsson GM – Landsliðsmaður í golfi og 2. sæti á Íslandsmótinu í höggleik 2018
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR – Klúbbmeistari GR 2018 og Íslandsmeistari drengja 15-16 ára
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS – Klúbbmeistari GS 2018
Kristján Þór Einarsson, GM – Klúbbmeistari GM 2018 og sigurvegari Einvígisins 2017
Ólafur Björn Loftsson, NK- Klúbbmeistari Nesklúbbsins 2018 og atvinnukylfingur
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Landsliðskona í golfi og Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2018
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR – Klúbbmeistari GR 2018 og margfaldur Íslandsmeistari
Rúnar Arnórsson, GK – Landsliðsmaður í golfi og Íslandsmeistari karla í holukeppni 2018

Sjá nánar á golf.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund