fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433

Everton tilbúið að fá þrjá varnarmenn United – Real sagt að borga 100 milljónir

Victor Pálsson
Mánudaginn 6. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og eru fjölmörg lið að skoða í kringum sig.

Hér má sjá pakka dagsins.

Everton hefur náð samkomulagi við Barcelona um kaup á varnarmanninnum Yerry Mina. (Sport)

Everton er tilbúið að fá annað hvort Victor Lindelof eða Chris Smalling frá Manchester United ef félaginu tekst ekki að fá Marcos Rojo. (Teamtalk)

Manchester United er að undirbúa tilboð í varnarmanninn Harry Maguire sem spilar með Leicester City. (Sky)

Chelsea er í bílstjórasætinu í kapphlaupinu um Wilfried Zaha, leikmann Crystal Palace en Tottenham hefur gefist upp. (Mirror)

Wolves er tilbúið að borga 22 milljónir punda fyrir Adama Traore, vængmann Middlesbrough. (Sun)

Crystal Palace er í viðræðum við Red Bull Salzburg um kaup á framherjanum Munas Dabbur. (Mail)

Juventus vill fá 18 milljónir punda fyrir miðjumanninn Stefano Sturaro en West Ham, Newcastle og Leicester eru áhugasöm. (Calciomercato)

Real Madrid hefur verið sagt að borga 100 milljónir punda fyrir framherjann Rodrigo sem spilar með Valencia. (Marca)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Markalaust jafntefli niðurstaðan gegn sterku liði Noregs

Markalaust jafntefli niðurstaðan gegn sterku liði Noregs
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf að verða einn launahæsti leikmaður Arsenal ef hann á að koma

Þarf að verða einn launahæsti leikmaður Arsenal ef hann á að koma
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar