Ástralska leikkonan Rebel Wilson er stödd á Íslandi yfir verslunarmannahelgina, en hún birti í dag mynd á samfélagsmiðlum þar sem hún spókar sig með undirskrifinni „Too cool… for this glacier.“
Í athugasemd skrifar einn fylgjenda að hún hafi séð Wilson í Friðheimum í gær.
Rebel hefur notið mikilla vinsælda sem gamanleikkona síðastliðin ár, ekki síst fyrir hlutverk sín í Bridesmaids, How to Be Single og Pitch Perfect þríleiknum.
Ein af þeim sem hitti Wilson hins vegar ekki (ennþá allavega) er Tara Margrét Vilhjálmsdóttir stjórnarmaður í Samtökum um líkamsvirðingu, en hún greinir frá því á gamansaman hátt í færslu á Facebook að hún hafi hafnað boði foreldra sinna um bústaðarferð og því misst af því að hitta á Wilson.