Kevin Mirallas hefur skrifað undir samning við lið Fiorentina á Ítalíu en þetta var staðfest í dag.
Mirallas kemur til FIorentina frá Everton en hann gerir fyrst eins árs langan lánssamning við liðið.
Fiorentina getur svo keypt Mirallas fyrir 7,5 milljónir evra næsta sumar ef hann stendur sig vel.
Mirallas kom til Everton frá Olympiakos árið 2012 en var í varahlutverki á síðustu leiktíð.
Eftir komu Marco Silva til Everton var framtíð Belgans í hættu og mun hann nú reyna fyrir sér á Ítalíu í fyrsta sinn.