Miðvörðurinn Alfie Mawson hefur skrifað undir samning við lið Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta staðfesti félagið í dag en Mawson kemur til Fulham frá Swansea sem féll úr ensku úrvalsdeildinni fyrr á árinu.
Mawson hefur staðið sig vel með Swansea síðustu ár og er talinn kosta Fulham 22 milljónir punda.
Fleiri lið höfðu sýnt þessum 24 ára gamla leikmanni áhuga en Fulham hafði betur í baráttunni.
Fulham ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð og hefur fengið til sín leikmenn á borð við Jean Michael Seri og Andre Schurrle.