fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Kæra felld niður á hendur Víkingi – Gagnrýnir harðlega störf barnaverndarnefndar – „Barnsrán í boði barnaverndarnefndar“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein sem birtist á Kvennablaðinu í dag segir Víkingur Kristjánsson leikari frá því að í dag hafi verið felld niður kæra á hendur honum. Kæran byggði á gruni um að hann hefði misnotað sjö ára son sinn kynferðislega.

Víkingur segir daginn í dag eiga að vera gleðidag, sem marki endalok á erfiðu máli fyrir hann og fjölskyldu hans, sú verði þó líklega ekki raunin, en málið má rekja til byrjun árs 2017.

„Það væri lygi ef ég segðist ekki vera reiður. Að sitja í skýrslutökum hjá rannsóknarlögreglu og sverja af sér barnaníð er niðurlægjandi reynsla sem ég óska engri saklausri manneskju. Og ég er sannarlega saklaus af þessum ásökunum. Það er þó, þrátt fyrir allt, ekki aðalatriðið hér. Ég er miklu frekar ósáttur við barnaverndaryfirvöld hjá Reykjavíkurborg, sem hafa í þessu máli algerlega brugðist syni mínum, og heilbrigðu og fallegu feðgasambandi sem við höfum átt frá því hann fæddist. Þetta er vert að undirstrika, því það er mikilvægt, að ég hef frá upphafi sinnt syni mínum og haldið honum heimili að fullu til jafns við móðurina, en við skildum þegar hann var fimm mánaða gamall,“ segir Víkingur.

Kæra um kynferðislega misnotkun hluti af umgengnisbaráttu

Í pistli Víkings kemur fram að kæran sé hluti af hatrammri umgengnisbaráttu af hendi barnsmóður hans og Barnaverndarnefnd hafi eingöngu tillit til einstakra atriða, „auk þess sem starfsmaður nefndarinnar leyfði sér að fara út fyrir verkramma sinn, beygja reglur á vafasaman hátt, og verða um leið þátttakandi í tilraunum til að skaða til frambúðar samband sonar míns við mig, systkini sín og stjúpmóður.“

Rekur hann feril málsins allt frá því að barnsmóðir hans hóf tálmun á umgengni Víkings við son þeirra í upphafi árs 2017. Fyrst var unnusta hans sökuð um gróft ofbeldi á hendur syninum og því hafi sálfræðingur verið fenginn til að taka könnunarviðtal við drenginn. Viku eftir að greinargerð hans kom var Víkingur kallaður á fund Barnaverndarnefndar og honum tjáð að nafnlaus ábending hefði borist um að hann væri að misnota son sinn.

„Skýrslur sýna að þessi nafnlausa tilkynning barst frá móður hans,“ segir Víkingur, sem samþykkti að sonurinn myndi hitta sérfræðinga hjá Barnahúsi. Áður en til þess kom fékk hann símtal frá Rannsóknarlögreglunni, og honum var tjáð að lögð hefði verið fram kæra, sem byggði á grunsemdum um kynferðislega misnotkun, rannsókn færi nú í gang og hann var boðaður í skýrslutöku.

Gagnrýnir harðlega vinnubrögð og hlutleysi starfsmanna barnaverndarnefndar

Skrifaði Víkingur næst bréf til starfskonu Barnaverndarnefndar þar sem hann lýsti meðal annars þeim áhyggjum sínum að honum hefði fundist nefndin bregðast hlutverki sínu. Fékk hann símtal frá starfskonunni, sem tjáði honum að svona væri ferlið.

„Hún lét hins vegar, af einhverjum ástæðum, alveg vera að segja mér að mál sonar míns fór ekki hina viðurkenndu faglegu leið, ferli þess var nokkuð óvenjulegt og hún sjálf bar stærstu ábyrgð á því að kæran á hendur mér var lögð fram. Þessar upplýsingar fékk ég fyrst þegar ég mætti með lögfræðingi til lögreglu í skýrslutöku,“ segir Víkingur.

„Viku síðar hringdi móðir drengsins í umrædda starfskonu Barnaverndarnefndar og bað um að sonur minn færi aftur í viðtal. Sagði hún að strákurinn hefði tjáð henni að hann hefði ekki þorað að nefna ákveðin atriði í viðtali Barnahúss. Móðirin mætti í kjölfarið sjálf með son minn á skrifstofu Barnaverndar. Þar átti áðurnefnd starfskona Barnaverndar, ásamt móðurinni, samtal við hann, og í sameiningu drógu þær upp úr honum að ég hafi verið að snerta á honum kynfærin. Að samtalinu loknu tók svo starfskonan ákvörðun um að leggja fram kæru. Öllu hlutleysi sem fagfólk Barnahúss byggir á, öllum takmörkunum á að barnið sé matað eða leitt í ákveðnar áttir af málsaðila var hér hent í burtu eins og ekkert væri. Móðirin var ekki einungis viðstödd, heldur tók þátt í viðtalinu við drenginn.“

Endar Víkingur pistilinn sem lesa má í heild sinni á Kvennablaðinu með eftirfarandi orðum: „Ég get ekki breytt því sem gerst hefur, en með þessum skrifum vil ég leggja mín lóð á vogarskálar, í þeirri von að ekkert foreldri þurfi að upplifa það sama og ég í samskiptum sínum við íslensk barnaverndaryfirvöld. Slík málsmeðferð er með öllu óboðleg og á ekki að líðast.

Auk þess vil ég hreinsa mannorð mitt. Þrátt fyrir að mál þetta hafi blessunarlega ekki komist í hámæli, hef ég oftar en einu sinni heyrt af sögum sem um mig ganga úti í bæ, þess efnis að ég hafi í raun og sanni misnotað son minn. Mér þykir ljóst hvaðan þær sögur spretta. Það er gott að geta hér undirstrikað að þær eiga ekki við rök að styðjast.

Ég hef nú þegar beðið um viðtal hjá forstjóra Barnaverndarstofu og mun á næstu dögum fara yfir næstu skref með lögfræðingi mínum.“

Lesa má pistil Víkings í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“