Tveir stórir karakterar hittust á förnum vegi í vikunni, Gunnar Þorsteinsson, áður forstöðumaður trúfélagsins Krossins, og Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður og skemmtikraftur. Fór vel á með þeim og henti sá síðarnefndi þá fram stöku, líkt og honum er tamt, um Gunnar og konu hans Jónínu Benediktsdóttur sem stýrði detox-meðferðarstofnun í Póllandi.
Gunnar taldi stökuna varla birtingarhæfa en tók hana þó upp á myndband og deildi.
Er hún svohljóðandi:
Þau elskast heitt í sérhvert sinn,
sætur ástarblossinn,
þegar að mætast stálin stinn,
stólpípan og krossinn.