fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
433Sport

Sjö leikmenn sem Liverpool íhugar að selja

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool á Englandi hefur fengið til sín öfluga leikmenn í sumar og ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð.

Liverpool keypti miðjumennina Naby Keita og Fabinho áður en markvörðurinn Alisson var fenginn frá Roma.

Alisson varð dýrasti markvörður heims er hann gekk í raðir Liverpool en hann kostaði 67 milljónir punda.

Nokkrir leikmenn gætu yfirgefið Liverpool í sumar eftir þessi kaup en félagið þarf að jafna út bankabókina.

The Mirror tók saman lista yfir sjö leikmenn sem gætu verið til sölu í sumar og má sjá listann hér fyrir neðan.

Danny Ings

Ings kom til Liverpool frá Burnley árið 2015 en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning framherjans. Hefur lítið sem ekkert spilað.

Divock Origi

Origi kom til Liverpool frá Lille árið 2014 en Brendan Rodgers fékk hann til félagsins. Var í láni hjá Wolfsburg á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði sex mörk.

Simon Mignolet

Mignolet vill ekki vera þriðji markvörður Liverpool á næstu leiktíð og er orðaður við Barcelona.

Lazar Markovic

Það hefur ekkert gengið hjá Serbanum á Anfield. Var talinn mikið efni á sínum tíma er hann kom til liðsins frá Benfica. Anderlecht, Getafe og Leganes hafa áhuga.

Pedro Chirivella

Rosenborg í Noregi hefur áhuga á þessum 21 árs gamla leikmanni sem hefur undanfarna mánuði spilað í Hollandi á láni.

Marko Grujic

Grujic var sá fyrsti sem Jurgen Klopp fékk til félagsins en hann var í láni hjá Cardiff á síðustu leiktíð. Gæti verið fáanlegur á 15 milljónir punda.

Sheyi Ojo

Ekki er líklegt að Liverpool selji Ojo sem var í láni hjá Fulham á síðustu leiktíð. Félagið er þó tilbúið að lána hann aftur í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið
433Sport
Í gær

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Í gær

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki