Liverpool á Englandi íhugar að bjóða í markvörðinn Kai McKenznie-Lyle sem spilar með Barnet.
Enskir miðlar greina frá þessu en McKenznie-Lyle er aðeins 20 ára gamall og þykir mikið efni.
McKenznie-Lyle er mjög hávaxinn markvörður en hann er 197 sentímetrar á hæð og spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik árið 2015.
Barnet spilar í fimmtu efstu deild á Englandi en McKenznie-Lyle var á reynslu hjá Liverpool á dögunum og spilaði í leik með U23 liði félagsins.
Liverpool gæti verið að missa Simon Mignolet í sumar en Barcelona er talið hafa áhuga á Belganum.
McKenznie-Lyle gæti því komið inn sem þriðji markvörður liðsins á eftir þeim Loris Karius og Alisson Becker.