Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og eru fjölmörg lið að skoða í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins.
Manchester United vill fá Zinedine Zidane til að taka við ef Jose Mourinho yfirgefur Old Trafford. (Sun)
Inter Milan hefur áhuga á miðjumanninum Luka Modric sem spilar með Real Madrid. (Mail)
Chelsea vonast til að hafa betur gegn Real í baráttunni um framherjann Robert Lewandowski. (Star)
Chelsea ætlar einnig að reyna að halda Eden Hazard með því að bjóða N’Golo Kante nýjan risasamning. (Evening Standard)
Paris Saint-Germain gefst þó ekki upp og mun áfram reyna að næla í Kante. (Mirror)
Simon Mignolet, þrítugur markvörður Liverpool, er á óskalista Barcelona á Spáni. (Sky Sports)
Crystal Palace vonast til að geta fengið Max Meyer, fyrrum leikmann Schalke, á frjálsri sölu. (Star)
Gonzalo Higuain, framherji Juventus, hefur samþykkt að ganga í raðir AC Milan á láni. (Guardian)