fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025

Hin hliðin á Ívari: „Útvarpsmaðurinn sem gat ekki setið kyrr“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 18:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, hefur fylgt þjóðinni í fjölda ára í útvarpinu, en rödd hans hljómar alla virka morgna frá klukkan 10–13. Ívar er einnig eigandi Hámark, ásamt Arnari Grant, einkaþjálfari og margfaldur verðlaunahafi í fitness, auk þess að vera mikill áhugamaður um tónlist og tónleika. Ívar sýnir lesendum DV á sér hina hliðina.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Að ég borði aldrei óhollt eða nammi.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Næringarfræði, svo krakkar læri strax hvað sé gott fyrir þá og hvað ekki.

Ef þú þyrftir að eyða einni milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Veit ekki hvaða verslun en nýr stór flatskjár væri það fyrsta sem ég myndi kaupa og restin í hljómtæki og þar á meðal vínylplötuspilara.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Jákvæður og hress þar til hann lést.

Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
Auðvitað er hann til.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Ég þekki þig með Sálinni.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?
Útvarpsmaðurinn sem gat ekki setið kyrr.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Með allt á hreinu og Notting Hill, get alltaf horft á þær aftur og aftur.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Netbolir og vera dökkbrúnn eftir ljósabekkjalegu.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Myndböndum á netinu af óförum annarra, klassík.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Já.

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
Ég heilsa öllum.

Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það?
Ekki vera fáviti.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Miklar stunur í lyftingasal, en þær láta öðrum í kring líða illa.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Þjóðhátíð 1986 þegar Stuðmenn trylltu alla í dalnum.

Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér?
Keyrt of hratt.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Batman.

Hvað myndirðu nefna landið okkar ef við þyrftum að breyta?
Regnparadís.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Fallhlífarstökk, á það eftir.

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna?
Nei, alls ekki, myndi spyrja hann hvort sturturnar í World Class Laugum væru bilaðar.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Koma næstu kynslóð upp sem góðum einstaklingum.

Hvað er framundan um helgina?
Þjóðhátíð með unnustunni, hún skipar stóran sess í okkar lífi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

„Mjög mikil óþægindi“ – Feneyjabúar ekki sammála um hvort brúðkaup Jeff Bezos eigi að fara fram í borginni

„Mjög mikil óþægindi“ – Feneyjabúar ekki sammála um hvort brúðkaup Jeff Bezos eigi að fara fram í borginni
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hætti við ferðina vegna áreitis en fær ekki endurgreitt

Hætti við ferðina vegna áreitis en fær ekki endurgreitt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sauð upp úr á Strandgötu: Sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri

Sauð upp úr á Strandgötu: Sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.