Burnley í ensku úrvalsdeildinni er ekki í frábærri stöðu fyrir fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í byrjun næsta mánaðar.
Markvörðurinn Nick Pope meiddist á dögunum en hann lék aðeins nokkrar mínútur í jafntefli gegn Aberdeen í Evrópudeildinni.
Nú er greint frá því að Pope sé á leið í aðgerð og verður hann frá keppni næstu þrjá mánuðina vegna þess.
Varamarkvörður Burnley, Tom Heaton er einnig að glíma við meiðsli og missir af seinni leiknum gegn Aberdeen í undankeppninni.
Anders Lindegaard, fyrrum markvörður Manchester United, þarf því að öllum líkindum að spila leikinn gegn Aberdeen þar sem Adam Legzdins er ekki skráður í hóp Burnley í Evrópudeildinni.
Vandamálið er þó að Lindegaard er einnig tæpur vegna meiðsla í læri og er óvíst í hversu góður standi hann verður fyrir leikinn gegn skoska liðinu.
Það verður því fróðlegt að sjá hver verður heill er enska úrvalsdeildin fer fram en Burnley gæti mögulega reynt að fá markvörð í sumarglugganum.