fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025

Matilda besta Dahl bókin

100 ár frá fæðingu barnabókahöfundarins

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 11. september 2016 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ár eru hundrað ár liðin frá fæðingu Roalds Dahls, eins besta barnabókahöfundar sögunnar. Bretar minnast metsöluhöfundarins með hlýju en hann lést árið 1990, 74 ára gamall. Á dögunum sýndi Channel 4 sérstakan þátt um barnabækur höfundarins þar sem frægir einstaklingar, þar á meðal Steven Spielberg og Julie Walters, töluðu um uppáhaldsbarnabók sína eftir Dahl. Meðan á þættinum stóð gafst almenningi kostur á að kjósa um bestu barnabók höfundarins. Barnabókahöfundurinn vinsæli David Walliams hafði umsjón með þættinum, en hann hafði áður sagt að líklegast væri að Kalli og sælgætisgerðin yrði fyrir valinu sem besta barnabók Dahls.

Niðurstaðan varð önnur, sem sagt sú að Matilda var valin besta barnabók Dahls. Í bókinni er sagt frá hinni gáfuðu og bókelsku Matildu sem á illa innrætta foreldra og það er ekki til að bæta ástandið að í skólanum lendir Matilda upp á kant við grimmlyndan skólastjóra. Matilda hefur komið út á íslensku, líkt og fjölmargar aðrar barnabækur þessa einstaka höfundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Vill kaupa 1,4 milljón tonn af rusli í von um að finna harða diskinn sem inniheldur hundrað milljarða í bitcoin

Vill kaupa 1,4 milljón tonn af rusli í von um að finna harða diskinn sem inniheldur hundrað milljarða í bitcoin
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Tveir starfsmenn frá KSÍ fylgjast með Víkingum – Enginn af æðstu mönnum sambandsins á svæðinu

Tveir starfsmenn frá KSÍ fylgjast með Víkingum – Enginn af æðstu mönnum sambandsins á svæðinu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fjölnir staðfestir að Gunnar taki við af Úlfi sem var rekinn

Fjölnir staðfestir að Gunnar taki við af Úlfi sem var rekinn
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Magnús Kjartan sigraðist á hvítblæði og gefur út nýtt lag

Magnús Kjartan sigraðist á hvítblæði og gefur út nýtt lag
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Birta 20 sekúndna hljóðupptöku sem er sögð varpa ljósi á Titan-harmleikinn

Birta 20 sekúndna hljóðupptöku sem er sögð varpa ljósi á Titan-harmleikinn
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Margrét biður Grindvíkinga um aðstoð

Margrét biður Grindvíkinga um aðstoð
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu