fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025

Eyþór söng Rebel Yell á skólaböllum og hitar nú upp fyrir Billy Idol: „Þetta er svolítið bilað“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 30. júlí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvikudaginn 1. ágúst mun breska popp goðsögnin Billy Idol troða upp í Laugardalshöllinni. Idol hefur verið starfandi í tónlist í yfir fjörutíu ár en frægðarsól hans skein skærust á níunda áratugnum. Hann mun flytja öll sín þekktustu lög eins og „Rebel yell“, „White Wedding“ og „Mony Mony“ með sínum einstaka krafti og sjarma. Með honum verður gítarleikarinn Steve Stevens sem meðal annars hefur unnið með Michael Jackson.

Ný íslensk hljómsveit, Rock Paper Sisters, með Eurovision farann Eyþór Inga Gunnlaugsson fremstan í flokki mun hita salinn upp og Eyþór segist spenntur fyrir kvöldinu. Sjálfur á hann tengingu við Billy Idol frá sínum fyrstu árum í tónlist.

Eftirpartí á Fiskideginum mikla

„Ég helt mest upp á Rebel Yell. Það er vegna þess að lagið var á prógramminu í fyrstu ball hljómsveitinni sem ég var í, Appolo frá Ísafirði. Ég flaug þá til Ísafjarðar og spilaði á skólaböllum. Rebel Yell var alltaf á setlistanum.“

Hvernig band er Rock Paper Sisters?

„Þetta er bara rokk og ról, kröftugt og upptempó. Þarna eru með mér Þorsteinn bassaleikari úr Volcanova, Jónbi trommari úr Brain Police og kirkjuorganistinn Þórður.“

Hvernig varð bandið til?

„Eins og allir góðir hlutir þá varð það til í eftirpartíi“ segir Eyþór og hlær. „Á Fiskideginum á Dalvík í fyrra. Þorsteinn og Jónbi komu og spurðu mig hvort ég vildi ekki gera eitthvað. Við fórum að ræða saman og mér fannst sniðugt að stofna svolítið hugsunarlausa hljómsveit þar sem maður mætir í bílskúrinn eins og í gamla daga, djammar hlutina til og er ekkert að ofhugsa þetta. Við erum ekkert að pæla of mikið í hvort þetta sé nógu frumlegt eða neitt svoleiðis. Við spilum bara og höfum gaman.“

Eyþór gerir ráð fyrir að hljómsveitin spili í um það bil hálftíma.

„Þetta er svolítið bilað. Við erum rétt búnir að klára að semja upp í settið. Þetta getur ekki verið nýrri sveit eða nýrri lög sem verða flutt þarna.“

Rock Paper Sisters hafa þegar gefið út eitt lag á Spotify og Youtube og ber það heitið Howling Fool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Bandarískir ríkisborgarar hafa fengið ógnandi bréf frá yfirvöldum – „Það er kominn tími til að þú yfirgefir Bandaríkin“

Bandarískir ríkisborgarar hafa fengið ógnandi bréf frá yfirvöldum – „Það er kominn tími til að þú yfirgefir Bandaríkin“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sefur ekki vel eftir leiki: ,,Erfiðara þegar ég klikka á færum“

Sefur ekki vel eftir leiki: ,,Erfiðara þegar ég klikka á færum“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

,,Ég er orðlaus, hvíldu í friði bróðir“

,,Ég er orðlaus, hvíldu í friði bróðir“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Draslið hans Elon Musk á ekki roð í þetta

Draslið hans Elon Musk á ekki roð í þetta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óþekkjanlegur á nýjum myndum sem vekja mikla athygli – ,,Gaman að hitta gamla vini“

Óþekkjanlegur á nýjum myndum sem vekja mikla athygli – ,,Gaman að hitta gamla vini“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fór grátandi af velli eftir 34 mínútur

Fór grátandi af velli eftir 34 mínútur