Í apríl varð kynþokkafyllsta fitubolla heims (að eigin sögn), Love Guru, 15 ára gömul. Karakter sem fæddist í útvarpsþættinum Ding Dong í eldheitum umræðum um Barry White. Af því tilefni er komið út nýtt lag „Partýlestin.“
Þarna er á ferðinni ekta Guru slagari, svokallað „gleðidiskó“ sem sér til þess að fólk brosi á meðan það tjúttar við lagið. Akureyringurinn Ársæll Gabríel (Our Psych) vann lagið með Guru og Karítas Harpa aðstoðar drengina í erfiðustu köflunum.
Aðspurður um lagið sagði afmæliskynveran „Mér finnst vanta fleiri bros á dansgólfið, þetta snýst ekki um að dansa best, þetta snýst um að vera sexy og brosa,“ sagði Love Guru um lagið.
En er von á fleiri lögum? „Jú ástin mín, segir Guru, lögin áttu að verða tvo í sumar en þar sem sumarið kom aldrei þá ætlum við að spara það til næsta sumars. Þar ætlum við að fara meira í mjaðmirnar, meiri hita og meira latino, sésrstaklega fyrir dömurnar.
Myndbandið var tekið á Kótelettunni á Selfossi þar sem smellurinn var frumfluttur og má segja að hann hafi fallið vel í kramið hjá Kótelettu körlum og konum. En það er víst kominn tími til að hrista mannskapinn upp, klúbbana upp, stemmuna upp. Brosum um borð í Partýlestinni, allir um borð!