fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Þjáist gæludýrið þitt af tannsteini?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 16. september 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tannsteinn er algengt vandamál í gæludýrunum okkar. Hann veldur andremmu og ef hann er látinn óáreittur veldur hann sýkingum í tannholdinu og jafnvel tannskemmdum. Langvarandi tannholdsbólga getur verið gæludýrinu þínu hættuleg og veldur því miklum óþægindum. Tennur losna og dýrið hættir að geta étið.

Yfirleitt er gripið til þess ráðs að fara með dýrið í tannhreinsun hjá dýralækni, en slíkt krefst svæfingar sem getur reynst gæludýrinu erfið og í einstaka tilfellum leitt til dauða.

Fyrirbyggjandi aðgerðir eru nauðsynlegar. En regluleg tannburstun, ein og sér, nægir oft ekki til þess að fyrirbyggja tannstein. Þá kemur PLATINUM Oral Clean+Care til bjargar. Efnið kemur í hentugu gel- eða úðaformi og er algerlega náttúrulegt. Í Oral Clean+Care eru virk efni eins og sítrusolíur, sem innihalda engin súr efni og erta því ekki glerunginn. Aðrar virkar olíur hjálpa til við hreinsun og verndun glerungsins, stuðla að heilbrigði og ferskum andardrætti. Oral Clean+Care vinnur á andremmunni innan fárra daga, sem er oftast fyrsta vísbendingin um sýkingu í munni. Efninu er einfaldlega úðað eða borið á tennur hundsins tvisvar á dag, kvölds og morgna, og látið standa. Mikilvægt er að gefa dýrinu ekki mat eða vatn í þrjátíu mínútur fyrir og eftir notkun. Nóg er að bera efnið á loppur kattarins þar sem þeir sleikja það af. Hverfi andfýlan ekki innan fárra daga, með notkun Oral Clean+Care, er ráðlagt að fara með dýrið í heimsókn til dýralæknis.

Myndin hér að neðan sýnir muninn á fyrir og eftir meðferð:

Líney Björk Ívarsdóttir og Sigrún Valdimarsdóttir hafa um skeið selt PLATINUM vörurnar til ánægðra viðskiptavina í gegnum vefverslunina. Einnig taka þær við pöntunum í vefpósti: platinum@platinum.is eða í síma 899 6555 og 862 6969. Vörurnar fást líka hjá Dekurdýrum á Dalvegi 18 í Kópavogi og hjá Dýrlækninum í Keflavík. Á þessum stöðum má nálgast PLATINUM gæludýrafóður í hæsta gæðaflokki og Oral Clean+Care tannhirðuvörurnar. Oral Clean+Care vörurnar eru margprófaðar og áhrifin beinlínis ótrúleg eftir einungis nokkurra vikna notkun. Standist varan ekki væntingar er boðið upp á 100% endurgreiðslu innan 100 daga, að því gefnu að farið hafi verið nákvæmlega eftir leiðbeiningum varðandi notkun.

Nokkrir dýralæknar í Þýskalandi hafa gefið eftirfarandi vitnisburði:

„… Ég hefði aldrei trúað því að þetta gæti verið svona einfalt og að það sé hægt að fjarlægja tannsteinn með náttúrulegu efni…‟
Dýralæknir: Margarete Krafzel, Tierklinik Höchberg

„… ef hundar eða kettir geta af einhverjum ástæðum ekki fengið svæfingu, mælum við með Oral Clean&Care. Mögnuð áhrif ef nákvæmum leiðbeiningum er fylgt…‟
Dýralæknir: K. Scheiderer, Tierzentrum München

„Í byrjun var ég mjög efins á að tannsteinn gæti verið fjarlægður á þennan máta. En hundaeigandinn var mjög þakklátur að ég skyldi benda honum á þetta þegar tannsteinninn var farinn eftir 6 vikur.‟
Dýralæknir: Dr. Kalk, 82538 Gretsried

„… Við mælum með Oral Clean+Care eftir tannhreinsun til að koma í veg fyrir að tannsteinninn komi aftur. Oral Clea+Care er góður kostur fyrir gæludýr sem þola illa svæfingu…‟
Dýralæknir: Patricia Kleen, 65428 Rüsselsheim.

Svona einfalt er OCC gel í notkun.

A. Setjið rétt magn á fingurinn
B. Lyftið upp munnvikunum
C. Nuddið með fingrinum á tennurnar öðru meginn
D. Endurtakið hinu megin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni