fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fréttir

Druslugangan í dag: „Þegar inn í svefnherbergið er komið þá falla samskiptareglur gjarnan úr gildi“

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 28. júlí 2018 19:38

Frá Druslugöngunni 2016. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Druslugangan fór fram í sjöunda sinn. Gengið var frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.

Blaðamenn DV fóru á vettvang og náðu myndum af göngunni.

Gerendur ekki skrímsli

Helga Lind Mar, ein af skipuleggjendum göngunnar, sagði frá sinni reynslu af kynferðisofbeldi í viðtali við Fréttablaðið í dag. Sagði hún að við sem samfélag töluðum aldrei um kynlíf, það sé enn ákveðið tabú þrátt fyrir að kynlíf sé bara samskipti: „Við lærum að stunda eðlileg samskipti áður en við áttum okkur á því hver við erum. Við skiljum að ef við t.d. setjumst of nálægt manneskju sem þykir það óþægilegt, við skynjum og lesum aðstæður. En svo þegar inn í svefnherbergið er komið þá falla samskiptareglur gjarnan úr gildi.“

Hún segir að skoða þurfi rót vandans, það þurfi að standa með þolendum þó svo að gerendur séu vinir okkar. Vinna þurfi gegn skrímslavæðingu þar sem gerendur séu ekki endilega vont fólk, þeir séu allskonar líkt og þolendur: „Á meðan við gerum okkur ekki grein fyrir því að gerendur eru allskonar þá ýtum við líka undir það að gerendur gangast ekki við brotunum sínum. Málið er nefnilega að þrátt fyrir að þú áttir þig ekki á því að þú sért að fara yfir mörk einhvers, þá er brotið samt að eiga sér stað. Það gagnast öllum að gerendur geti betur speglað sig í umhverfi sem þeir eru ekki einfaldlega skrímsli.“

Helga Lind segir að í krafti fjöldans sé hægt að berjast fyrir breytingum á réttarvörslukerfinu: „Druslugangan er regnhlífin fyrir okkur öll. Druslugangan er sameiningartákn fyrir alla sem berjast fyrir kynferðisofbeldi eða vilja sýna samstöðu með þolendum kynferðislegs ofbeldis.“ segir Helga Lind.“

Orð kvenna skipti jafn miklu máli og karla

Dóra Björt Guðjónsdóttir. Mynd/DV

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, tók ekki þátt í göngunni að þessu sinni en skrifaði langa kveðju og sagðist ætla í eigin druslugöngu. Segir hún að fyrir sér snúist gangan um að elta ekki viðmið annarra og að þó svo að einhver velji að klæða sig druslulega eða sofa hjá fullt af fólki, þá sé ábyrgð og skömmin á kynferðisbrotum alltaf á herðum gerandans, ekki þolanda. „Að samfélagið virði ,,já” og ,,nei” kvenna er næsta bylting. Það er kominn tími til að orð kvenna skipti jafn miklu máli og orð karla. Það er þekkt staðreynd að oft þegar kona kemur með hugmynd í hópi er síður hlustað en þegar sama hugmynd kemur frá karli. Það er eins og skilaboðin gjaldfellist við það eitt að koma úr ranni kvenna,“ segir Dóra.

Þegar kona segir nei þá séu orð hennar ekkert ódýrari en orð karla. „Orðin eru hennar. Líkaminn er hennar. Viljinn er hennar. Og hann er ekkert ódýrari eða óstyrkari en vilji karla. Konur vilja líka eða vilja ekki. Konur eru fyrst og fremst manneskjur. Það er kominn tími til að orð kvenna skipti jafn miklu máli og orð karla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Í gær

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Í gær

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður