Karl Óttar Pétursson söðlar um um næstu mánaðamót þegar hann yfirgefur krefjandi starf til margra ára sem forstöðumaður lögfræðideildar Arion banka og flytur þvert yfir landið og tekur við sem nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í viðtali við blaðamann DV ræðir hann gamla og nýja starfið, gutlið sem varð að pönkhljómsveit, rokkhátíðina Eistnaflug, sem hann tók þátt í að skapa og bjarga frá gjaldþroti, og þunglyndið, sem hann glímdi við frá barnæsku en reyndist vera kvíði, kvíði sem fylgir honum alla tíð, en hamlar honum hvorki í leik né starfi.
Kynntist ástinni í gegnum Eistnaflug
Karl flytur ekki einn austur, því kærastan, Helga Dóra Jóhannesdóttir, og dóttir hennar flytja með. Karl og Helga kynntust í gegnum Eistnaflug og byrjuðu saman árið 2016. „Ég fékk hana inn í Eistnaflug til að sjá skipulega um minjagripasölu bæði fyrir íslensku og erlendu böndin. Fljótlega eftir það vorum við byrjuð saman. Hún var þá byrjuð að selja fyrir hljómsveitir, en í dag sér hún um allar stærri sveitirnar. Hún bjó til „bisness“ úr þessu fyrir þær og heldur þeim við efnið. Hún situr einnig núna í framkvæmdastjórn Eistnaflugs.“
Þetta er aðeins brot úr ítarlegu helgarviðtali í DV við Karl Óttar.