Ástin liggur ekkert í dvala í sumar, eins og góða veðrið gerir. Nokkur pör hafa skráð sig í samband það sem af er sumri eða trúlofað sig, á meðan önnur undirbúa brúðkaup sitt.
Hrönn Bjarnadóttir, sölumaður á fasteignasölunni Mikluborg, snappari og einn eigenda Fagurkerar.is gengur að eiga unnusta sinn, Sæþór Fannberg, 25. ágúst næstkomandi.
Vinkonur hennar komu henni á óvart nýlega og gáfu henni ógleymanlegan gæsunardag þar sem Hrönn klæddist meðal annars þessum fína einhyrningsbúningi.
Fylgjast má með brúðkaupsundirbúningnum á Snapchat: hronnbjarna.
„Vá hvað ég á bestu vinkonur í heimi !! Þessar dúllur voru búnar að skipuleggja þvílíkan snilldardag fyrir mig á laugardaginn og ofaná það náðu þær að koma mér á óvart sem er ekki auðvelt verkefni. Er sjúklega þakklát og glöð fyrir þennan snilldarhóp af skvísum sem ég á.“