Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og eru fjölmörg lið að skoða í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins.
Manchester United þarf að borga Leicester City 80 milljónir punda fyrir varnarmanninn Harry Maguire en hann yrði þá dýrasti varnarmaður sögunnar. (Star)
United mun selja þá Marcos Rojo og Matteo Darmian til að fjármagna kaup á Maguire. (Mirror)
Wolves hefur áhuga á hinum 28 ára gamla Rojo en liðið hefur styrkt sig verulega í sumar. (Independent)
Chelsea mun halda áfram að biðja Real Madrid um 200 milljónir punda fyrir Eden Hazard. (London Evening Standard)
Willian, leikmaður Chelsea, er líklegur til að ganga í raðir Manchester United fyrir 66 milljónir punda. (Express)
United hefur einnig áhuga á Gary Cahill, fyrirliða Chelsea, sem er 32 ára gamall í dag. (Express)
Besiktas er í viðræðum við Liverpool um kaup á markmanninum Simon Mignolet. (Mail)