fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Birgir gefur út nýtt lag Glorious

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 27. júlí 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag gaf Birgir út þriðja lagið af væntanlegri EP plötu, Glorious. Áður hafa komið út lögin Can You Feel it og Home.

„Platan mun innihalda fimm lög og kemur hún út síðar á þessu ári,“ segir Birgir Steinn Stefánsson, sem semur lag og texta ásamt Andra Þóri Jónssyni.

„Lagið fjallar um klassískt yrkisefni, ástina og lífið,“ segir Birgir.

Platan kemur út á Spotify, Itunes og fleiri miðlum. „Í dag er algengast að fólk hlusti á tónlist á Spotify eða öðrum sambærilegum miðlum. Því miður borgar það sig ekki fjárhagslega fyrir unga og nýja tónlistarmenn að gefa út plötur eins og hljómsveitir gerðu hér áður fyrr,“ segir Birgir. „Kosturinn er að með rafrænni útgáfu getur maður mögulega auðveldað sér leið til fólks um allan heim. Hins vegar er leiðinlegt að upplifunin við að gefa út plötu, að halda á einhverju sem maður hefur unnið að er smám saman að hverfa, en það fylgir þessari stafrænu þróun.“

Það má svo sannarlega segja um fyrsta lag plötunnar, Can You Feel it, að það hafi náð vel til fólks um allan heim, en lagið er komið með tæpa 8 milljón smelli á Spotify.

Birgir kemur fram á laugardagskvöldinu á Þjóðhátíð, þar sem hann byrjar kvöldvökuna. „Ég byrja kvöldvökuna og aðrir sem koma fram á kvöldvökunni eru Jón Jónsson, FM95BLÖ, Páll Óskar og Írafár. Þetta er frábært tækifæri að koma fram. Síðan verð ég á Iceland Airwaves í nóvember og hlakka mikið til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2