fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Eyjan

Staupasteinn en nú eru allir í símanum og kannski með nómófóbíu og samræðurnar mun erfiðari

Egill Helgason
Föstudaginn 27. júlí 2018 03:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér í Boston er veitingastaður sem nefnist Cheers. Hann hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn, því í upphafi samnefndra sjónvarpsþátta var sýnd mynd af þessum stað. Ég hef aldrei komið þarna inn, en ég held ekki að veitingastaðurinn sjálfur hafi átt sérstaklega mikið sammerkt með þáttunum, þótt honum hafi síðar verið breytt til að líkjast sviðsmyndinni. Þættirnir voru auðvitað teknir upp í stúdíói. Á íslensku hétu þeir Staupasteinn. Það verður að segjast eins og er, þetta er skemmtilega þjóðlega púkaleg þýðing. Eiginlega alveg frábær. Þegar þættirnir voru frumsýndir þótti sjálfsagt að erlendar kvikmyndir og þættir fengju íslensk heiti af þessu tagi. Það voru ófáar bíómyndirnar í sjónvarpinu sem hétu Ekki er ein báran stök eða eitthvað í þá veru.

Staupastein mun annars vera að finna við gamla þjóðveginn um Hvalfjörð og segir að í honum dvelji einbúi nokkur, Staupa-Steinn að nafni. Þetta fann ég reyndar á Wikipedia, hafði aldrei heyrt þetta áður.

En lífið á Staupasteini – semsagt Cheers – gengur allt út á félagsskap. Þar eru í gangi stöðugar samræður milli starfsfólks og gesta. Það gæti jafnvel hugsast að þetta yrði þreytandi til lengdar. En þættirnir eru nánast óteljandi. Ég horfði á nokkra þeirra um daginn og það er merkilegt, miðað við að þeir eiga að gerast á krá, að það sést ekki vín á nokkrum manni. Það verður enginn fullur, ekki einu sinni Norm sem situr við eitt horn barsins og drekkur bjórinn sleitulaust. Enginn verður þvoglumæltur eða drafandi.

Þetta er ekki mín upplifun af veru á ölkrám – ég gæti til dæmis nefnt Ölstofuna í því sambandi. Samt væri sjálfsagt hægt að gera þætti um lífið þar.

Hér úti á næsta horni er krá. Ég sé stundum inn um gluggann á henni og viti menn, hún líkist Staupasteini dálítið. Innréttingarnar eru ekki ósvipaðar og svo er þetta heldur ekki langt frá hafnaboltaleikvellinum fræga, Fenway Park, en barþjónninn Sam „Mayday“ Malone hafði einmitt átt mishepnaðan feril með bæjarliðinu Boston Red Sox.

En það er eitt sem veldur því að þættir eins og Cheers væru óhugsandi nú – farsímar, spjaldtölvur og fartölvur. Þegar ég horfi inn á The Corner Tavern, eins og staðurinn heitir, sýnist mér að meirihluti gestanna stari í skjá. Þeir eru ekki að halda uppi samræðum eins og Sam, Diane, Carla, Coach, Norm og Fraiser – sem síðar bættist við og fékk svo sinn eigin þátt. Það að reyna að ræða við manneskju sem er föst í símanum er dálítið eins og að tala við vegg.

Símarnir eru alls staðar og þeir eru óþolandi og það vitum við flestöll. Þarfaþing stundum, en oftar en ekki veita þeir okkur ekki neina ánægju, gera líf okkar ekki skemmtilegri og  hamla því að við getum upplifað stað og stund. Það er meira að segja til heiti yfir það að geta ekki verið án síma, þetta er sérstök röskun og nefnist Nomophobia.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala sínu máli – gleymdi því að hann er í pólitík

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala sínu máli – gleymdi því að hann er í pólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Ingi segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar – „Hver setur svona þvælu á flug?“

Sigurður Ingi segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar – „Hver setur svona þvælu á flug?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum