Burnley varð fyrir áfalli í kvöld er markvörðurinn Nick Pope meiddist í leik gegn Aberdeen í Evrópudeildinni.
Pope var frábær fyrir Burnley á síðustu leiktíð og fór með enska landsliðinu á HM í Rússlandi.
Pope entist í aðeins 14 mínútur í leik kvöldsins en Anders Lindegaard tók við af honum í byrjun.
Sean Dyche, stjóri Burnley, hefur nú staðfest það að meiðsli Pope séu líklega alvarleg .
,,Nick er að glíma við meoiðsli í öxl. Við þurfum að bíða og sjá en þetta lítur út fyrir að vera alvarlegt, frekar en ekki,“ sagði Dyche.