fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Egypskur hælisleitandi handtekinn eftir að hafa dregið upp hníf í Þverholti

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 27. júlí 2018 10:30

Þverholt 18 í Reykjavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérsveit lögreglunnar handtók einstakling sem var vopnaður hnífi í húsnæði við Þverholt 18 á dögunum. Samkvæmt heimildum DV var um að ræða egypskan hælisleitanda sem taldi sig hafa verið svikinn um laun af vinnuveitanda sínum, Já iðnaðarmönnunum. Hann freistaði þess að fá  launin greidd á skrifstofu fyrirtækisins en þegar það gekk ekki eftir þá dró hann vopnið á loft og hugðist leita hefnda. Atvikið var tilkynnt til lögreglu sem fór þegar á vettvang ásamt sérsveitinni og færði manninn í járn. Málið telst upplýst og má vænta þess að maðurinn verði ákærður fyrir brot sitt.

Í lok síðasta árs fjallaði DV um kennitöluflakk Já iðnaðarmanna í grein sem bar yfirskriftina „Sviðin jörð Jóhanns í Já iðnaðarmönnunum“. Nokkrum dögum fyrr hafði fyrirtækið verið úrskurðað gjaldþrota og námu kröfur um 126 milljónum króna en ekkert fékkst upp í þær. Eigandi Já iðnaðarmanna, Jóhann Ingólfsson, stofnaði þegar nýtt félag með annarri kennitölu og hélt rekstri verktakafyrirtækisins áfram eins og ekkert hefði í skorist. Sátu margir eftir með sárt ennið eftir viðskipti sín við Jóhann og sagði einn viðmælandi DV að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins siðblindingja og Jóhanni.

Jóhann Ingólfsson

Afbrotaferill Jóhanns er skuggalegur. Hann var fyrst dæmdur fyrir þjófnað árið 1975 og hefur hlotið á þriðja tug dóma fyrir margs konar brot, meðal annars nauðgun og fíkniefnainnflutning. Undanfarin ár hefur hann rekið hið umdeilda verktakafyrirtæki Já iðnaðarmenn. Sumarið 2017 tók Jóhann á leigu áðurnefnt húsnæði í Þverholti undir starfsemi sína. Auk þess að vera þar með skrifstofuaðstöðu hafa erlendir starfsmenn fyrirtækisins verið hýstir þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“