fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Skakkur heima – endurgerð á Home Alone í vinnslu frá Ryan Reynolds

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 26. júlí 2018 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Ryan Reynolds er um þessar mundir að þróa nýstárlega og vægast sagt furðulega endurgerð á jólaklassíkinni Home Alone.

Reynolds mun að öllum líkindum ekki leika í myndinni en sér um framleiðslu ásamt kvikmyndaverinu 20th Century Fox. Stendur til að gera groddaralega, ófjölskylduvæna útgáfu sem mun bera heitið Stoned Alone, en fréttavefurinn Deadline greinir meðal annars frá þessu.

Söguþráðurinn í þessari „endurgerð“ mun segja frá ónytjungi á þrítugsaldri sem hyggst fara í skíðaferð með fjölskyldunni yfir hátíðirnar. Þegar maðurinn missir af flugvélinni reynir hann að gera sem best úr ástandinu. Ákveður hann að hanga heima og reykja kannabis allan daginn.

Eftir því sem neysla mannsins eykst, má segja hið sama um ofsóknarbrjálæðið sem ástandi hans fylgir. Maðurinn telur sér trú um að óprúttnir þjófar séu að brjótast inn í húsið hans. Þá kemur í ljós að þessir þrjótar eru engin ímyndun. Gaddfreðinn og dauðhræddur ákveður þá maðurinn að verja sinn heimastað, með öllum mögulegum hætti.

Að svo stöddu eru ekki komnar neinar upplýsingar um leikaraval og liggur framleiðslan nú á frumstigi, en búist er við því að Stoned Alone verði tilbúin og frumsýnd í kringum 30 ára afmæli upprunalegu myndarinnar, eða um jólin 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024