fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fókus

Hans gæti orðið fyrsti transmaðurinn á Alþingi

„Mörgum finnst ógnvænlegt að öryrki vilji á þing“

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 22. september 2016 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að vera öryrki er tabú og ég veit að mörgum finnst það ógnvænlegt að öryrki vilji á þing.“ Þetta segir Hans Jónsson gæti orðið fyrsti transmaðurinn sem tekur sæti á Alþingi Íslendinga.

Helvítis pólitíkusar

Hans sem er 34 ára kom fyrst fram sem transmaður fyrir rúmum fimm árum og var á meðal fyrstu sýnilegu transmanna á landinu.

„Ég hélt lengi að stjórnmál væru ekkert fyrir mig og tók gjarnan þátt í umræðunni um „helvítis pólitíkusana“ en svo er ég orðinn einn af þeim,“ segir Hans í viðtali við Akureyri vikublað en viðtalið birtist jafnframt í heild sinni á Pressunni.

Hans sem er búsettur á Akureyri lenti í þriðja sæti í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi en sökum reglna flokksins var hann færður niður í fjórða sætið eftir peningakast. Ef kosið yrði í dag væri þriðja sætið baráttusæti og því ljóst að þingsæti er ekki í hendi.

Samt sem áður tekur Hans virkan þátt í kosningabaráttunni en hann segir að fullkomið þing eigi að endurspegla fjölbreytileika þjóðarinnar.

Með króníska verki

Hans er greindur með vefjagigt og ofur-liðleika. „Mér er alltaf illt en samspil þessara tveggja greininga gerir að verkum að mikið af því sem hjálpar fólki almennt hvað varðar vefjagigt, eins og auknar æfingar, hjálpa mér ekki,“ segir hann í samtali við Akureyri vikublað.

Honum þykir stórkostlegt að það að hann sé öryrki hafi vegið þyngra í kosningabaráttunni heldur en að hann sé transmaður.

„Mér finnst það svolítið mikið svalt og mig dreymir um daginn sem hinsegin málefni skipta ekki máli. Að vera öryrki er tabú og ég veit að mörgum finnst það ógnvænlegt að öryrki vilji á þing.“

Í fjarhjónabandi

Hans er kvæntur Kanadamanninum Matthew Best sem býr og starfar í heimalandi sínu þaðan sem hann fylgist með fyrstu skrefum eiginmannsins í pólitíkinni.

Eignmaðurinn kom síðast í heimsókn til Íslands í ágúst en þá voru liðin tæp tvö ár frá því að þeir hittust síðast.

„Það er dýrt að fara á milli. Við tölum samt saman á hverjum degi með hjálp tækninnar og erum ennþá hjón þrátt fyrir fjarlægð. Það er ekkert að fara að breytast.“

Hans segist í viðtalinu hafa tekið meðvitaða ákvörðun, þegar hann kom út úr skápnum sem trans, um að vera sýnilegur.

„Ég þoldi aldrei skrokkinn á mér en þar sem engin kona þolir á sér líkamann útskýrði ég það þannig fyrir mér. Það skiptir miklu máli fyrir transfólk um allan heim að það sé sýnilegt og að það sé fullir þátttakendur í öllum stigum samfélagsins; partur af flórunni.“

Hér má lesa viðtalið við Hans í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja