Á heimasíðu Maxim má sjá 100 konur sem valdar voru af yfir 10 þúsund konum, til að taka þátt í keppninni um forsíðustúlku Maxim tímaritsins.
Konurnar sendu sjálfar inn mynd af sér og yfir milljón atkvæði voru send inn. Oliva Burns fékk flest atkvæði og prýddi hún forsíðu janúar/febrúarblaðs Maxim.
Hér fyrir neðan er hluti af myndum kvennanna, en Burns, Carla Tempesta sem varð í öðru sæti og hinar 98 konurnar má sjá í myndagallerí á heimasíðu Maxim.
Nú er leitin hafin að arftaka Burns, sjá hér.