Fulham á Englandi hefur keypt markvörðinn Fabri Agosto en hann kemur til félagsins frá Besiktas.
Fulham tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og leitaði að nýjum markverði fyrir komandi tímabil..
Fabri var aðalmarkvörður Besiktas í tvö tímabil en hann samdi við liðið árið 2016 eftir dvöl hjá Deportivo á Spáni.
Fabri er spænskur og lék lengi í heimalandinu og á að baki leiki fyrir Real Betis, Valladolid og Deportivo.
Fabri skrifar undir þriggja ára samning við Fulhan en hann fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í Tyrklandi er liðið vann deildina tvö ár í röð.