fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Klassísk og nútímaleg skiltagerð í senn

Kynning

Skiltagerðin Graf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. september 2016 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiltagerðin Graf er klassísk skiltagerð sem búin er nýtískulegum tækjum og býður upp á mikið úrval skilta og viðskiptavinum er kleift að leggja inn beiðni fyrir sérpöntunum, ef þeir svo kjósa. Þetta rótgróna fyrirtæki, sem er til húsa í Hjallahrauni 2 í Hafnarfirði, er í eigu feðganna Hermanns Smárasonar og Smára Hermannssonar.

Útbúa skilti fyrir heimili og fyrirtæki

Að sögn Hermanns hefur Skiltagerðin Graf séð um að útbúa skilti fyrir heimili og fyrirtæki á Íslandi frá því í kringum um 1980. „Skiltin eru t.d. notuð til að merkja hurðir, skápa, póstkassa, skrifstofur, sundlaugar og margt fleira. Við erum stoltir af því að á meðal viðskiptavina fyrirtækisins okkar eru verslunin Brynja, Pósturinn, Neyðarþjónustan í Skútuvogi og nú síðast var Skóarinn í Hafnarfirði að bætast við,“ segir hann.

Fjármálafyrirtækið Gamma er með vandaðar merkingar á messingplötu frá Graf.
Fjármálafyrirtækið Gamma er með vandaðar merkingar á messingplötu frá Graf.

Sérhæfðir í messing

„Við erum mikið í almennum innanhúsmerkingum,“ segir Hermann. Hann nefnir sem dæmi merkingar fyrir húsfélög, á póstkassa og hurðarmerki. „Einnig búum töluvert til af minni skiltum líkt og sundlyklamerki, barmmerki og lyklakippur,“ bætir hann við. Í framhaldinu nefnir hann að þeir feðgar vinni verk jafnt fyrir einstaklinga og fyrirtæki á þessu sviði. „Við sérhæfum okkur í gerð messingskilta en Graf er eina skiltagerð landsins með það gæðaefni á lager. Það er t.d. mjög fallegt að nota til hurðaskilta sem við getum útbúið á messingplötu og grafið í.“

Graf framleiðir einnig flestar gerðir umhverfisskilta og býður auk þess upp á skiltakerfi fyrir skrifstofur og húsfélög og öryggismerkingar fyrir sjávarútveginn.

Framleiða fyrir hönnuði

„Fablab er vinnustofa eða hugmyndasmiðja sem sveitafélögin standa að þar sem grafískir hönnuðir fá vettvang fyrir hugmyndir sínar en þeir geta ekki farið í framleiðslu nema með okkar aðstoð,“ segir Hermann. „Við erum með leysigeislavél hér hjá okkur sem gerir þessum hönnuðum og öðrum kleift að framleiða hluti byggða á hugmyndum. Þeir geta komið til okkar og fengið aðgang að þessari vél eða óskað eftir því að við vinnum verkefnið fyrir þá.
Við höfum því fengið tækifæri til að aðstoða marga hönnuði við að búa til alls konar hluti sem þeir selja svo í stórum stíl.“

Hér höfum við sýnishorn af sérmerkingum á leðurveskjum en þau er hægt að kaupa hjá Graf eða koma með sín eigin.
Hér höfum við sýnishorn af sérmerkingum á leðurveskjum en þau er hægt að kaupa hjá Graf eða koma með sín eigin.

Gluggamerkingar, bíla- og límmiðamerkingar

Nýlega hefur Graf bætt við þeirri þjónustu að bjóða upp á gluggamerkingar og sér þá fyrirtækið bæði um prentun og skurð. Einnig eru nú margs konar bílamerkingar í boði og límmiðaprentanir. Sandblásturfilmur í glugga er enn ein nýjungin.

Gjafavara fæst bæði á staðnum og vefsíðunni

Hjá Graf fást ýmsar skemmtilegar gjafavörur sem eru tilvaldar til að grafa í; t.d. nafn viðtakanda, fallega kveðju eða hvers kyns skilaboð. Á boðstólum er m.a. gjafavara úr leðri (veski og þess háttar), viði og málmi, sem er hægt að útbúa með persónulegum merkingum. Vinsælar gjafavörur sem Graf selur eru t.d. kokteilhristari, vindlakassi með rakamæli, brauðbretti ýmis konar, smart ostasett, gestabók með leðurkápu og usb lyklakippur með 4 gb minniskubbi. Á vefsíðunni www.graf.is má sjá úrval gjafavara sem fyrirtækið selur og talsvert af sýnishornum af skiltum sem hafa verið smíðuð á liðnum árum.

Hjá Graf skiltagerð fæst fjölbreytt úrval af fallegri gjafavöru sem gaman er að láta persónugera með sérmerkingu sem hentar hverjum viðtakanda.
Hjá Graf skiltagerð fæst fjölbreytt úrval af fallegri gjafavöru sem gaman er að láta persónugera með sérmerkingu sem hentar hverjum viðtakanda.

„Við feðgar hvetjum áhugasama til þess að heimsækja vefsíðuna en þar er margt áhugavert að skoða og einnig hægt að leggja inn pantanir,“ segir Hermann að lokum.

Skiltagerðin Graf er opin alla virka daga frá kl. 09.00 til 17.00. www.graf.is

Graf skiltagerð, Hjallahrauni 2, 220 Hafnarfirði. Sími 571 7808.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni