Hvort sem þú uppfyllir öll framangreind skilyrði, hluta eða ekki þá skiptir það ekki verulegu máli. Heldur er nóg að vera stödd/staddur á Akureyri á miðvikudag eða fimmtudag og hafa áhuga á að leika í nýjasta tónlistarmyndbandi GRINGLO.
„Hugmyndin er afskaplega einföld,“ segir í viðburðinum á Facebook. „Við þurfum hóp af fólki (60-70 manns lágmark) til að búa til litla skrúðgöngu, Gengið verður út syðri hluta Ránargötu og að lokum verður tekin upp einföld lokasena á bryggjusvæðinu við ÚA. Áætlaður tökutími er hámark 2 klst.“
Þemað er náungakærleikur og það sem þarf til að allt geti gengið upp er góð stemning,ágætis veður og nóg af fólki. „Einstakt tækifæri til að taka þátt í listsköpun og hafa jákvæð áhrif. Mæta, brosa og labba.“
Tökur fara fram á miðvikudag eða fimmtudag, eftir veðri. Sápukúlur og blöðrur verða á staðnum en öllum er velkomið að koma með leikhluti, hjlóðfæri, búninga eða hvað sem fólki dettur í hug til að setja sinn einstaka svip á myndbandið.
Hljómsveitin Gringlo hefur verið áberandi í tónlistarlífi Akureyrar undanfarið ár. Hljómsveitin gaf út lagið Paper Bags í lok síðasta árs. Þá spiluðu þau víða um landið á tónleikum, meðal annars á Iceland Airwaves tónleikahátíðinni. Gringlo sendi í janúar frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið Light of New Day. Myndbandið var tekið upp á tveimur dögum víðsvegar um Eyjafjörð.